11.08.2012
Kj˙klinga-pasta

Uppskrift;
300-400gr pasta
1/2 matreiðslurjómi
1 stk piparostur
1 græn paprika
1 rauðlaukur
1 pk sveppir
3 bringur eða heill kjúklingur (þið ráðið náttúrlega hvað þið hafið mikinn kjúkling, mér finnst best að hafa sem mest)

Aðferð;
Sjóðið pastað og á meðan skeriði allt niður.  Steikið paprikuna, sveppina og rauðlaukinn.  Sjóðið saman matreiðslurjómann og piparostinn (látið hann alveg bráðna).  Annaðhvort steikiði bringurnar með (skorið smátt) eða steikið hann í ofninum ef þið eruð með heilan. Þegar er allt er tilbúið blandið þá þessu öllu saman og rétturinn er svona líka góður.ÉG mæli líka með því eftir að rétturinn er tilbúinn, dreifa osti yfir, setja hann í eldfastmót inní ofn þanga til osturinn er bráðnaður.
Við borðum alltaf hvítlauksbrauð með honum.