11.08.2012
Kjúklingur í mango-chutney

Uppskrift:
5-6 bringur
salt/pipar
4 rif hvítlaukur (ég geri oft mikið meira þar sem við fjölsk. erum mikið fyrir hvítlauk:))
1 peli rjómi
½ krukka Mangochutney
1 msk karrí

Aðferð:
Kjuklingurinn skorinn niður í litla bita, kryddaður með salt og pipar, steiktur á pönnu. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða steiktur er lauknum og öllu dótinu hellt út á og hrært saman. Látið malla í svona 15 mín. Borið fram með með hrísgrjónum og brauði.

Ég nota þennan rétt líka dáltið þegar ég er að bjóða mörgum í mat einsog í síðasta afmæli og þá var ég með 30-40 manns í mat.  Þá elda ég marga heila kjúklinga (miklu ódýrara en að kaupa bringur), tek skinnið utan af og ríf svo kjúklinginn í "sundur".