11.08.2012
Mexíkönsk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa
- fyrir fjóra –

Uppskrift:
3 stk laukur
3 stk hvítlauksrif
1 stk rauður chilli pipar
Aðferð:
Allt saxað, steikt á pönnu og sett í pott.

Uppskrift:
1 flaska granini tómatsafi (eða bara einhver tómatasafi)
5 dl kjúklingasoð (teningur og vatn)
2 tsk worchestersósa
1 tsk chillikrydd
1 tsk cayanne pipar
2 dósir niðursoðnit tómatar, saxaðir

Aðferð:
Soðið í ca. 45 mín við lágan hita
3-4 stk kjúklingabringur (ódýrara að nota heilan kjúkling) Skornar í litla bita, steiktar og settar út í súpuna. Soðið í ca. 10 mín. Ekki of lengi svo að kjúllinn verði ekki þurr.

Meðlæti sett í litlar skálar og sett út í súpuna eftir smekk:
Guagemole
Sýrður rjómi
Nachos flögur
Rifinn ostur

 

Ítalskt brauð og grænt pestó líka gott með.