11.08.2012
Kj˙klingur me­ sinnepssˇsu og sŠta kart÷flugratÝni

Uppskrift:
6 stk kjúklingabringur
2 msk sætt sinnep
3 dl sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep

Aðferð:
Blandið öllu þessu saman og pennslið á kjúklinginn, setjið í eldfastform og bakið við 185° í c.a. 30 mín eða þar til bringurnar eru gegnum steiktar.

 
Meðlæti:
Sætakartöflugratínið sem ég elska með þessum rétt sérstaklega:
Létt steikið sætakartöflurnar (ca tvær stórar), setjið þær í eldfastform.
Bræðið saman 1/2 l rjóma og eitt stk piparostur og hellið þessu yfir sætakartöflurnar,  stráið loks gratínosti yfir.
Bakið við 175° í 30 – 40 mín.

 
Þessi réttur er æði, sérstaklega saman.

Mér finnst líka ótrúlega gott að grilla bringurnar, þá hef ég sósuna tvöfalda og pennsla í hvert skipti yfir bringurnar um leið og ég sný þeim á grillinu þá verða þær svo "djúsí" :)