11.08.2012
Japanskur kj˙klingarÚttur

Uppskrift (sósa):
½ bolli olía
¼ bolli balsamic edik
2 msk sykur
2 msk soyasósa

Aðferð (sósa):
Þetta er soðið saman í ca 1.mín, kælt og hrært annað slagið á meðan þetta kólnar. (ef ekki hrært skilur sósan sig).

Uppskrift:
1 poki núður (instant súpunúðlur) – ekki krydd.
Möndluflögur (3-4 msk) eða eftir smekk
sesamfræ (1-2 msk) eða eftir smekk

Aðferð:
Þetta er ristað á þurri pönny, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin.  Kælt. (ath. Núðlurnar eiga að vera stökkar).

Uppskrift:
Salatpoki (blandað t.d.)
tómatar (t.d. cherry tómatar)
1 mangó
1 lítill rauðlaukur.
Kjúklingabringur skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu.  Sweet hot chillisósu hellt yfir og láið malla í smá stund. Allt sett í fat eða mót.  Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á, svo balsamic blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingabringuræmunum dreift yfir.

Borðað með hvítlauksbrauði.

Þessi réttur kom mér virkilega á óvart, eiginmaðurinn hafði smá "áhyggjur" þegar ég sagðist ætla að vera með hann en það var fljótt að breytast :)