11.08.2012
Karrí-mangó-kjúklingasalat Uppskrift;
400-500gr pasta
Heill kjúklingur
1 stk paprika
1/2 gúrka
fetaostur (eftir smekk) En þar sem við fjölsk. elskum fetaost þá höfum við rosalega mikið af honum.
1 stk Rauðlaukur
1/2 iceberg
Aðferð:
Sýð pasta og steiki kjúklinginn í ofni. Eftir kælingu þá ríf ég kjúklinginn í pastað og blanda öllu grænmetinu saman við.
Uppskrift af sósu:
150mg létt-majónes
3-4 msk (eftir smekk) mango-chutney
1-2 tsk (eftir smekk) karrý-duft
mulin pipar
Aðferð:
Þessu öllu hrært vel saman og þá er komin þessi hrikalega góða karrí-mangó-sósa. Mörgum finnst gott að hræra alla sósuna við kjúklingasalatið en við fjölsk. höfum sósuna til hliðar svo við getum ráðið hvað við fáum mikið af sósu :)