11.08.2012
Kjúklingur í tómatsósu

Uppskrift:
Heill kjúklingur brytjaður niður
1 peli rjómi

Kryddlögur:
3 dl tómatsósa
3 tsk karrý
3 tsk svartur mulinn pipar
1 tsk salt

Aðferð:
Hræra saman tómatsósu og kryddi og velta kjúklingnum upp úr því og setja í eldfast fat. Sett inn í 200°C heitan ofn og eldað í 30 mínútur. Þá er rjómanum hellt yfir og eldað í aðrar 30 mínútur.

Kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum og brauði