11.08.2012
Fylltar kjúklingabringur

Uppskrift:
Ca 6 stk kjúklingabringur
1 stk piparostur
1 stk meíxkanskurostur
ferstk basil (ég sleppti því)
100 gr beikon
Barbeque sósa
1 dós salsasósa
1 dós rjómaostur

Aðferð:
Til að byrja með eru bringurnar látnar liggja í barbequesósunni, en ég sett þær í mareneringu um hádegi og ég borðaði þær um kvöldið. Ostarnir eru skornir smátt og basilið, allt sett saman í skál. Beikonbitarnir eru steiktir á pönnu og bætt saman við hitt og hrært vel saman. Salsasósan og rjómaosturinn er hrært vel saman og helt í eldfastmót, þar er "sósunni" smurt vel uppá allar hliðar. Skerið vasa í bringurnar og setjið fyllinguna í vasana, bringunum svo raða í eldfastmótið. Rétturinn er svo eldaður í ofni á 180C í ca 35 mínútur. (gæti þurft lengri tíma ef bringurnar eru mjög þykkar)

Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón, salat og nachos einnig er baquette brauðið líka gott