11.08.2012
Kjúklinga-nachos

Uppskrift og aðferð:

Steikið kjúklingalundi úr tacosósu,1dl vatni og smjörlíki.
Nachos (án krydds/regular) í botn á eldföstu móti, ostasósa, salsasósa,kjúklingalundir og rifinn ostur sett ofaná, . Gerir nokkur lög af þessu og setur svo líka efst. Inní ofn þangað til osturinn er svoldið bráðinn.

Til hliðar hef ég sýrðan rjóma og guacamole sem ég nota til að dýfa þessu ofan í eftir að þetta er tilbúið.

Ég hef nú smakkað mikið af svona á veitingastöðum en þetta er LANG besta sem ég hef smakkað.  Því á veitingastöðunum er vanalega "dressingin"öll bara efst en ekki svona inná milli líka.  Það er auðvidað líka hægt að bæta við jalapeno og "brúnum" baunum (man ekki hvað þær heita) en það ætla ég að gera næst.