11.08.2012
Kjúklinga Quesadilla

Uppskrift:
1stk. Tortilla stór
1 bolli Kjúklingakjöt soðið (ég létt-steikti og smátt skorið)
1oo gr. Ostur
3 msk.Rjómaostur
½ stk. Vorlauk
2 msk. Chillimauk
½ tsk. Taco krydd
1 msk. Steinselja
Salt og svartur
pipar

Aðferð:
Kjúklingurinn saxaður gróft. Fínsaxið steinselju og vorlauk, hrærið saman við rjómaostinn. Bragðbætið með salti og tacokryddi. Smyrjið ostahrærunni yfir Tortilla kökuna. Á helming kökunnar er stráð helmingi af rifna ostinum, síðankjúklingabitum ásamt Chillimauki, að lokum rest af osti. Brjótið kökuna saman, hitið pönnu vel, smyrjið með olíu og bakið kökuna þar til hún verður gullinbrún, snúið við og brúnið seinni hliðina á sama hátt.