11.08.2012
Mexíkanskt lasagne

Fyrir sex manns
Uppskrift;
1 pk kjúklingabringur
1 stk rauðlaukur
1pk sveppir
1 stk paprika
1 dós saxaðir tómatar
1 krukka salsasósa
1 dós af gulum baunum (lítil)
1 poki af rifnum osti
1 dós rjómaostur (má sleppa)
1 pk hveititortillur
Salt og pipar

Aðferð:
Grænmetið skorið niður og steikt á pönnu við vægan hita. Kjúklingurinn er sömuleiðis skorinn niður og steiktur á pönnu. Tómatarnir og salsasósan fara ofan í stóran pott, gulu baunirnar fá líka að fljóta með.  Svo er kjúklingabringunum og grænmetinu bætt við.   Þessu er vel blandað saman við vægan hita.   Ef þig langar að hafa þetta djúsí þá myndi ég líka bæta við rjómaostinum.  En það má líka sleppa honum. Næsta skref er að raða þessu í eldfastmót, og raða þessu í það einsog þú gerir við lasagne nema þú ert með tortillakökurnar sem þú setur á milli og dreifir svo ostinum yfir. Rúmlega í 20 mín í ofninum við 180 gráður eða þanga til osturinn er farinn að brúnast. Rosalega gott að bera fram með fersku salati og mér finnst líka gott að bæta við appelsínugula Doritosinu við salatið og mylja það yfir..