Uppskrift;
4 stk stór kjúkl.læri með skinni og beini
1 stk rauð paprika
1 stk gul paprika
salt og nýmalaður svarður pipar eftir smekk
Piri piri sósa: (uppskrift)
1/2 stk rauðlaukur
2 stk hvítlauksrifn
2 stk ferskur rauður chili
1 msk rauð paprika (þetta er krydd, við fundum bara pottagaldra sterk rauð paprika- notum bara 1/2 msk af því)
1 stk sítróna (notaði lime - og skar bara hýðið af, setti það þannig í blandarann)
2 msk edik
1 msk worchestershire sósa
1 búnt ferskur basil ( ég nota bara 1/3 búnt annars er svo ægilega mikið bragÐ)
Piri Piri sósa: (aðferð)
Afhýðið laukinn og skerið í fjóra bita, afhýðið hvítlauksrifin og skerið í tvo bita og setjið í blandarann. Bætið út í chili og restinni af hráefninu. Gott að setja 1 dl af vatni með því það gufar upp í ofninum. Allt er svo blandað þannig að úr verður silkimjúk dressing. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar eftir smekk.
Kjúklingurinn: (aðferð)
Takið kjúklingalærin og snúið skinninu niður og skerið í kjötið og losið beinið. Setjið skinnhliðina á pönnuna, kryddið með salti og nýmöluðum svörum pipar eftir smekk. Steikið lærin þangað til þau brúnast og snúið við. þegar búið er að brúna skinnlausu hliðina er kjúklingurinn settur í eldfast mót sem búið er að hella Piri Piri dressingunni í og svo í ofninn á 200°c í 15 mínútur (skinnið látið snúa upp). Gott að setja ferskt timian og rósmarín yfir kjúklingin (-ég gerði það ekki). Paprikurnar hreinsaðar og skornar í stóra bita og grillaðar á pönnunni á millihita í 10 mín. Kjúklingurinn tekinn úr ofninum og paprikurnar settar saman við og rétturinn borinn fram :)4stk stór kjúkl.læri með skinni og beini
1 stk rauð paprika
1 stk gul paprika
salt og nýmalaður svarður pipar eftir smekk