11.08.2012
Fylltar kj˙klingabringur me­ ritzkexi

Uppskrift;
1k g beinlausar kjúklingabringur
1 1/2 msk ólífuolía
2 stk skalottlaukur, saxaður
150 gr sveppir, sneiddir
100 gr spínat
50 - 100 gr skorin skinka
mozzarellakúlur
salt og nýmalaður pipar
1 ks ritz kex
6 bitar af hvítlauk
Ólífuolía

Aðferð;
Hitið ofninn í 180°C. Setjið bringurnar í glæran plastpoka og fletjið þau út með kökukefli eða kjöthamri - ég barði þær bara með höndunum og barði. Kryddið þau með salti og pipar. Steikið skalottlaukinn á pönnu ásamt sveppunum og spínatinu. Fyllið bringurnar með 1-2 tsk af lauk- og spínatblöndunni, smá skinku og mozzarellaosti (skar hann til helminga) og vefjið upp í rúllu(notaði tannstöngla til að halda þeim lokuðum). Veltið bitunum uppúr ólífuolíunni og niðurskornum hvítlauk og svo beint í mulið ritz-kexið. Setjið þetta í eldfastform og eldið við 180 gráður í ca 30 mínútur.  Þar sem það var afgangur af mozzarellaostakúlunum þá dreifði ég þeim yfir kjúklinginn og leyfði honum að bráðna svoleiðis með.  Þetta fannst mér gera kjúklinginn ennþá meira djúsíari.