11.08.2012
Kókoskjúklingur međ sćtri chillí sósu

Innihald:
700-900gr kjúklingabringur
2 stór egg
¼ bolli kókosmjólk
½ bolli hveiti
1 bolli brauðrasp
1 bolli gróft kókosmjöl
½ tsk salt
½ bolli olía til steikingar
1 bolli sæt chillísósa (fæst í flestum matvöruverslunum og er yfirleitt í flöskum)

Aðferð:
Skerið bringurnar í 6 lengjur. Settu hveiti og salt í eina skál, egg og kókosmjólk hrært saman í aðra skál, og í þriðju skálina blandar þú saman kókomjöli og brauðraspi.  Settu ¼ bolla af olíunni á pönnu og hitaðu olíuna vel,  á meðan er gott að rúlla kjúklingnum fyrst uppúr hveiti svo eggjablöndunni og síðast upp úr kókosblöndunni.  Þegar olían er orðin vel heit byrjar þú að steikja kjúklinginn, ekki setja fleiri en 6 lengjur í einu á pönnuna svo að olían kólni ekki of mikið. Steiktu kjúklinginn í ca 2-3 mín á hvorri hlið.  Settu kjúklinginn á eldhúspappír þegar að hann er tilbúinn og á meðan að þú klárar restina.  Eftir nokkrar umferðir fer að vanta olíu á pönnuna og þá bætir þú restinni af olíunni við, en það verður að passa að láta hana hitna vel áður en þú heldur áfram. Þetta er svo borið fram með sætri chillísósu, gott er að hafa hrísgrjón og salat með þessum rétti.