11.08.2012
Kjúklinga-pizza

Botninn:
10dl hveiti (Phillsbury eða annar brauðhveiti)
í stórt glas set ég 4dl volgt vatn -
2 1/2 - 5 tsk þurrger
1 stk salt
1 - 1 1/2 msk skyur.
ca. 2 -3 msk olíu út í vatnið.

Ef þú notar hrærivél þá notarðu auðvitað hnoðarann býrð til holu í hveitið og setjur vatnið út í hnoðar þangað til allt er fast saman ef þér finnst það mjög blautt skaltu bæta við hveiti en það er oft auðveldara að hnoða það í borðinu.

Láttu hefast í ca 30 mínútur eða þangað til þér finnst það hafa stækkað nóg.
Þetta dugar á svona 4 pizzur.

Á pizzuna set ég sweet chilly-sósu í staðin fyrir pizzu-sósuna, steiki kjúlinginn uppúr henni líka en ég sker eina bringu í litla bita og drefi því svo á pizzuna.  Á minni pizzu var líka paprika, rauðlaukur, sveppir, smurostur, beikon og svo að lokum pizzuostur.

Eftir að ég prófaði sweet chilly-sósuna mun ég aldrei aftur nota pizzu-sósu :)  Sjúklega gott!!