11.08.2012
Kjúklingaréttir - t.d. á ristað brauð

Uppskrift;
1 kjúklingur (soðinn) eða keyptur tilbúinn – rifinn niður
1-2 pokar hrísgrjón (soðið)
1 sveppadós (mér finnst best að hafa þá ferska og steikja þá fyrst)
8 msk majones
¼ rjómi
250 gr rækjur
1 msk karrý (kúfuð) leist upp í vatni (ca hálft glas með vatni í)
maísbaunir og paprika (ef vill)

Aðferð;
Allt hrært saman í skál. (salta pínu)
Sett í eldfast mót, ostur yfir og inn í ofn í 15 mín á 180-200 °c.
Við borðuðum þetta á ristað brauð - svo ég held að þetta sé ofsalega gott í afmælin.  Ég ætla allavega að hafa þetta með í næsta afmæli sem ég held.