11.08.2012
Indverskur kjúklingaréttur

Uppskrift:
2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, kramin
2-4 msk olía, til steikingar
500gr kjúklingabringur
3 msk Hot Madras karrý (eða 2msk sterkt og 1 msk milt)
300 ml vatn
2-3 msk Mango chutney1 dós Tómataþykkni (er til í mjög litlum dósum)
1 msk rifin engifer
1-2 msk sítrónu eða lime safi
Sjávarsalt að smekk

Aðferð:
Mýkja lauk, hvítlauk og engifer á pönnu
Bætið kjöti og karrý út í og steikið.
Bætið vatni við, tómatþykkni, sítrónusafa og mangói. Látið malla þar til kjötið er soðið, hræra í öðru hverju.