11.08.2012
Gott salat í saumaklúbbinn Uppskrift:
3 kjúklingabringur
1 dl ólífuolía
3 msk sítrónusafi
3 msk kjúklingakrydd
salt og pipar
3 hvítlauksrif pressuð
1 avókadó
1 poki salat
100 gr parmesan
1 dós maísbaunir
Aðferð:
Blandið saman í skál ólífuolíunni,hvítlauknum,sítrónusafanum og kryddinu og leggið kjúklinginN í löginn og látið liggja í 15 mínútur. Grillið kjúklingabringurnar í 15 mínútur eða getið líka steikt þær á pönnunni en mér persónulega finnst þær alltaf betri grillaðar. Skerið kjúklingabringurnar í bita og blandið öllu saman í skál og rífið parmesaninn yfir.
Ég keypti svo tilbúna mango-sósu í Krónunni til að hafa á salatið sem var ótrúlega góð.