Uppskrift:
2 msk. ólívuolía
2 bátar af hvítlauk (ég hafði sex)
Rauðar piparflögur (ég hafði svartan pipar)
kjúklingabringur 3-6 fer eftir stærð fjölskyldu
2 bollar af pastasósu
1/4 bolli ferskst basil
230 gr. rifinn mozzarella (ég hafði heilan pakka sem er ca 210gr)
100 gr. rifinn parmesan (ég gerði heilan sem er rúmlega þetta)
1 pakki brauðtengingar með hvítlauksbragði
Aðferð:
Þið byrjið á því að hella smá ólivuolíu í botninn á eldfastmótinu og mulinn hvítlaukinn - þessu dreifiði í botninn og piprið svo yfir þetta. Næst setjiði bringurnar ofan á - þar á eftir pastasósuna- dreifið basilinum yfir - helminginn af hvorum ostinum - dreifið 1 pk af brauðteningum yfir og svo afganginn af ostinum. Þetta fer í ofninn í ca 35 mínútur.
Tilvalið meðlæti:
1 kg. sætar kartöflur
1 Peli rjómi
1 pk sveppir (ég hafði tvo)
1 Kjúklingateningur
2 - 3 msk. Smjör
1 tsk. Salt
1 tsk. Pipar
1 - 2 msk. Season all eða kjöt&grill krydd
Aðferð:
Kartöflurnar eru skornar smátt og öllu er blandað vel saman í stóru eldföstu móti. Ég létt-steikti kartöflurnar (og sveppina) áður en ég setti þær í eldfastmótið bara svo þær yrðu fyrr tilbúnar og sauð sósuna líka áður en ég setti hana við kartöflurnar. Þetta hafði ég inní ofni þanga til ég fann að kartöflurnar voru tilbúnar - en þetta var sjúklega gott og passaði mjög vel við réttinn.
Ég var líka með salat með réttinum.