11.08.2012
Góður kjúklingaréttur

Innihald:
2 kjúklingabringur
200 grömm af dósasveppum (ég notaði ferska)
4 sneiðar af beikoni
1 matskeið af ólífuolíu
1 bolli af kjúklinga eða grænmetissoði
2 matskeiðar af matreiðslurjóma
2-4 hvítlauksgeirar (smekksatriði)
Smá timian
salt og pipar (eftir smekk)

Aðferð:
Steikið beikonið þar til að það er gullinbrúnt.
Takið beikonið af pönnunni og leggið á disk til hliðar en leyfið fitunni að malla á pönnunni.
Hellið sveppunum út á pönnuna og bætið ólífuolíunni við. Leyfið að malla í 5-7 mínútur.
Takið sveppina af pönnunni og leggið á sama disk og beikonið.
Steikið loks kjúklingabringurnar á sömu pönnu uppúr olíunni og fitunni sem var eftir á pönnunni eftir beikonið og sveppina.
Hellið beikoninu og sveppunum yfir bringurnar og bætið rjómanum, hvítlauknum og soðinu út á pönnuna. Látið malla í 8-10 mínútur á lágum hita.
Það er ofsalega gott að nota sósujafnara ef þér finnst sósan of þunn.

Ég hafði þessa uppskrift sem meðlæti:
600 gr sætar kartöflur
2 hvítlauksgeirar (ef vill)
4 greinar ferskt timjan eða 1 tsk þurrkað timjan
2-3 msk matarolía
salt
smjör

Aðferð:
Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í sneiðar eða teninga. Hvítlauksgeirarnir sneiddir í þunnar sneiðar. Sett í eldfast fat og olíu hellt yfir. Hrært vel í þannig að olían dreifist vel. Kryddið saxað og dreift yfir eða stráð yfir ef notað er þurrkað. Nokkrum smjörklípum er dreift ofan á og síðast grófu salti. Bakað í 200° heitum ofni í ca 40 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru meyrar.