03.08.2012
N˙­lu-kj˙klingas˙pa

Innihald
1 laukur
1/2 púrrulaukur
1 rauð paprika
2 kjúklingabringur
1 rautt chilli
1/2 hvítlaukur ( 3 – 4 rif )
Vænn biti af ferskum engifer
1 dós kókosmjólk
4 – 500 ml vatn
1/2 – 1 tsk cayenne pipar
1/2 – 1 tsk chilliduft
1 teningur af kjúklingakrafti
1 tengingur af grænmetiskrafti
Ferskur kóríander. (ég sleppti honum)

Aðferð
Laukurinn saxaður fremur smátt og settur í pott ásamt örlítilli ólívuolíu.
Leyft að malla aðeins á lágum til meðalhita þar til hann glærast.

Kjúklingabringurnar skornar í bita og settar í pottinn (ég notaði heilan kjúkling sem var tilbúin-steiktur inní ofni)
Chilli, hvítlaukur og engifer saxað smátt og bætt útí.

Eftir svona 2 – 3 mínútur er restinni af grænmetinu bætt saman við.
Loks koma kryddin, vatnið, krafturinn og kókosmjólkin.
Það er misjafnt hversu sterkan fólk vill hafa matinn, þannig að það er ágætt að byrja á því að setja ekkert alltof mikið af kryddunum, heldur smakka til og bæta frekar meira útí undir lokin (ég vil reyndar hafa allan minn mat mjög sterkan)
Þá er limesafanum bætt útí og vænni slettu af sojasósu.Set kjúklinginn útí.

Núðlurnar soðnar og settar í skál ásamt súpunni.
Það megar vera hvernig núðlur sem er.