4 kjúklingabringur
2 mtsk olía
2 mtsk smjör
3 pressuð hvítlauksrif
1 bolli hvítvín eða koníak ( það er líka í lagi að nota hvítvínsedik, epla eða perusafa)
1 mtsk dijon sinnep
1 mtsk gróft sinnep
½ -1 bolli rjómi, fer alveg eftir smekk hvers og eins
½ -1 bolli kjúklingasoð, fer alveg eftir smekk hvers og eins
Salt og pipar
Aðferð
Kljúfið bringurnar í tvennt þannig að þú hafir 8 þunnar bringur. Setjið salt og pipar á bringurnar. Hitið olíuna á pönnu og steikið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn. Setjið bringurnar á disk og geymið. Lækkið hitann á pönnunni og steikið hvítlaukinn í ca 1 mín og hellið síðan hvítvíninu eða koníakinu útá pönnuna og látið malla þar til helmingurinn af víninu hefur gufað upp. Þá er að bæta sinnepinu á pönnuna og hræra öllu vel saman, því næst er rjómanum og soðinu bætt í og hrært saman og látið blandast vel saman. Nú eru bringurnar settar aftur á pönnuna ásamt sósunni og látið krauma í 1-2 mín.