Innihald
1 kg heill kjúklingur soðin vel og kjötið tætt niður.
1 stór laukur
2-3 stórar gulrætur
1 sellerí stilkur
3 rif pressaður hvítlaukur
1 tsk rifin engifer
1 dós tómatar í bitum (diced tomatos)
1 mts kóríander
2 tsk cummin krydd
2 tsk papriku krydd
2 tsk turmerik krydd
2 tsk múskat krydd
1 lárviðarlauf
1 tsk chilli krydd (flögur ef þú átt)
1 tsk sykur
1.5 ltr kjúklingasoð (ég notaði vatn og kjúklingateninga)
100ml rjómi
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Steikið í súpupotti lauk, gulrætur og sellerí þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Bætið hvítlauk og engifer útí og hrærið vel í ca 1 mín. Nú má setja útí tómatana, allt kryddið og sykurinn leyfið þessu að malla í 2-3 mín. Setjið tætta kjúklinginn í pottinn og hrærið vel í kryddblöndunni svo að kryddið smyrjist vel á allan kjúklinginn, hellið svo kjúklingasoðinu í pottinn. Leyfið þessu að malla í 10-15 mín og bætið svo rjómanum útí síðast.
Mjög gott að hafa nanbrauð með súpunni.