18.09.2012
Ritzkex kjúklingaréttur

Uppskrift
4 – 6 bringur
Campell‘s cream of chicken soup
1 stk sýrður rjómi
Ritzkex kassi

Svona geri ég:
Sker bringurnar í fjórar bita (hverja), létt steiki þær eða þanga til þær eru næstum því tilbúnar.  Set sýrða rjómann og  „súpuna“ saman í pott og hræri saman.  Leyfi þessu að hitna vel í pottinum áður en ég bæti við kjúklingnum og leyfi því að „malla“ smástund saman.  Set þetta svo í eldfast mót og bryt ritxkexið yfir.  Set þetta inní ofn við 180 gráður í ca 5-10 mín eða þanga til kexið er orðið stökkt.Mér finnst rosalega gott að bæta við smá grænmeti við rétti og leyfi því að „malla“ með í pottinum og set það svo með í ofninn.

Ég hafði hrísgrjón og brauð með.