18.09.2012
Kj˙klingur og tagliatelli pasta

Uppskrift:
300-400 gr tagliatelle pasta
6 kjúklingabringur
1 krukka tómata og basil sósa
Rifinn mozzarella ostur
1 pk Shake’n Bake parmesan Crusted (parmesan rasp sem er til í Kosti)

Svona geri ég:
Kryddar bringurnar með kjúklingakryddi og setur svo parmesan raspið utan um hverja bringu (ég skar þær í þrennt) – sett inn í ofn í ca 30 mín. Sjóða pastað.Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá setja smá “slettu” af sósunni á hverja bringu og svo ostinn þar á eftir og aftur í ofn í ca 5-8 mín.Svo er þetta borið allt saman þar að segja kjúklingurinn og pastað saman og ef þið viljið auka sósu þá er líka gott að nota afgangana af henna. 

Með þessu finnst mér ofsalega gott að borða hvítlauksbrauð.