30.11.1999
Kj˙klingur a­ hŠtti ┴slaugar

Innihald:
1 kg beinlausar kjúklingabringur
Sæt kartafla
1 stk rauðlaukur
1 stk paprika
1 askja af sveppum
2 pk hvítlauksrjómaostur
1 peli rjómi1 pk mosarellaostur
2 stk heilir hvítlaukar

Aðferð:

Létt steiki kjúklingabringurnar sem ég krydda með season all. (mjög stutt)

Blanda saman einni öskju af hvítlauksrjómaost, hálfri öskju af sveppum (skorinn smátt og léttsteikið áður) og heilum hvítlauk sem ég er líka búin að skera smátt og léttsteikja. Þetta er fyllinginn í bringurnar sem ég loka með tannstönglum og skelli í ofninn í smástund.

Létt steiki hinnhelminginn af sveppunum, paprikuna, rauðlaukinn, hvítlauknum og sætukartöflunum (allt skorið í litla bita) og helli hálfum pela af rjómanum útí ásamt 1 pk af hvítlauksrjómaostinum.

Þegar þér finnst kjúklingurinn alveg að verða tilbúinn í ofninum þá setjiði mulna mosarellaostinn yfir allan kjúklinginn ásamt öllu "gummsinu" sem þið voruð að létt-steikja á pönnunni.  Leyfið þessu að malla í ofninum þanga til osturinn er alveg bráðnaður.