10.09.2012
Af hverju kj˙klingarÚttir

Þetta byrjaði allt þannig að föstudagar er „partý“kvöld okkar fjölskyldunnar og mig langaði að hafa alltaf eitthvað gott að borða fyrir okkur og þá eitthvað annað en alltaf „bara“ pizzu.  Þá datt mér í hug kjúklingarétti þar sem allir fjölskyldumeðlimirnir sex elska kjúkling og mig langaði ekki að hafa alltaf sömu uppskriftina hvert föstudagskvöld svo ég fór að leita af uppskriftum, auglýsti meðal annars á heimasíðunni minni www.aslaugosk.blog.is  og þar fékk ég rosalega góð viðbrögð.  Svona án gríns þá fékk ég yfir hundruði uppskrifta frá lesendum mínum.  Eftir það byrjaði tilraunastarfsemin í eldhúsinu og eftir hvert föstudagskvöld þá birti ég hverja uppskrift á minni fjésbókarsíðu og sá að áhugin var mikill hjá mínu fólki.  Þess vegna ákvað ég að stofna síðuna „föstudags-kjúklingaréttir Áslaugar“ á facebook sem varð strax mjög vinsæl og ekki bara fólkið „mitt“ sem „lækaði“ þá síðu svo mér fannst ég eiginlega skyldug að halda þessu áfram.  Þetta hefur svo undið uppá sig og orðið að aðeins stærra verkefni en mér hefði dottið í hug og því má eiginlega þakka vinkonu minni Elsu Nielsen sem hvatti mig til að gera meira úr þessu.  Úr því varð bæklingur fyrir Holta kjúklinga og fleiri tækifæri bíða mín. 

Um leið og Elsa vinkona mín stakk uppá því að gera meira úr þessu og bauð fram aðstoða sína þá ákvað ég strax að Þuríður mín sem er fædd 2002 og hefur barist við illkynja heilaæxli síðan okt ’04 myndi "græða" á þessu ef eitthvað yrði meira úr þessu.  Hún þarf aðstoð við að byggja sig upp eftir veikindin sín eins og sjúkraþjálfun sem kostar sitt þar sem við viljum að hún fái að njóta sín en ekki bara lokuð inni ein með þjálfara heldur höfum við  kynnst þjálfun á hestum og skíðum og mér finnst mikilvægt að henni finnst þjálfunin sín skemmtileg.  En hún elskar að fara í þjálfun á hestum og við ætlum okkur að halda áfram á skíðunum og vonandi getur hún eignast skíði sjálf svo við getum notið þess að fara með hana líka og þjálfað hana upp.